Fréttir

Vetrarstarfið hafið í Ási

Vetrardagskrá iðjuþjálfunar í Ási er farin að taka á sig mynd. Á fimmtudögum er Boccia á dagskrá í vinnustofunni Ásbyrgi Þessi vaski hópur heimilismanna hittist nýlega og skemmti sér konunglega

Þar sem gleðin er við völd

Það er alveg óhætt að segja að gleðin sé við völd þegar fundir Lífsneistans eru á dagskrá í Ási. Fundargestir syngja saman og gæða sér á góðum veitingum. Lífneistinn fundar vikulega í allan vetur og það ber ýmislegt á góma þó aðal áherslan sé á að njóta lífsins og sjá jákvæðar og spaugilegar hliðar tilverunnar.

Flutti Völuspá fyrir heimilisfólk

Við í Ási fengum Jón Gnarr til okkar um daginn og hann flutti fyrir okkur Völuspá. Fólkið okkar varð alveg heillað og margir lyngdu aftur augunum og við sáum varir bærast og það var eins og folk kynni þetta og væri að fara með Völuspána með honum. Það skapaðist mikil umræða um þetta dagana á eftir "Völuspá hefur alltaf verið mér hugleikin frá því að ég var barn" sagði Jón Grann. "Ég hef undanfarið lagt stund á MFA nám í sviðslistafræðum við Listaháskóla íslands og ákvað að gera flutning á völuspá að lokaverkefni. Ég sem lagið sjálfur en hef notið leiðsagnar Hilmars Arnar Agnarssonar organista og stórmúsíkants. Auk hans koma að verkinu Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði og Páll á Húsafelli. Ég vel konungsbókarútgáfu Völuspár og hef notið leiðsagnar Gísla Sigurðssonar prófessors hjá Árnastofnun í meðferð og túlkun textans. Boðskapur völuspár er kyngimagnaður og á jafn vel við í dag og þegar hún var samin. " Verkið verður formlega flutt í Þjóðminjasafni Íslands 26 ágúst og þá bætast söngkonur og lúðrablásarar í hópinn.

Kæru aðstandendur

Við viljum skerpa hérna á nokkrum atriðum vegna smita í samfélaginu. Hjúkrunarheimilið er áfram opið en við hvetjum ykkur til að gæta ítrustu árvekni og hafa sóttvarnaráðstafanir í heiðri. Ekki er ráðlegt að börn og ungmenni komi í heimsókn á þessum tímapunkti. Undanþágur má gera ef barn/ungmenni er nánasti aðstandandi. Að öllu jöfnu mæti aðeins tveir gestir í heimsókn til íbúa á hverjum tíma nema að höfðu samráði við starfsfólk deildar. Gestir fara rakleiðis að herbergi íbúa og aftur að útidyrum að heimsókn lokinni. Gestir mega ekki staldra við í sameiginlegum rýmum heimilis. Gestir þvo hendur með sápu og spritta áður en gengið er inn á heimili og einnig við brottför. Gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir: a. Eru í sóttkví. b. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku). c. Hafa dvalið erlendis undanfarna daga. d. Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift. e. Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang).

Bingó í nýja matsalnum

Það var húsfyllir í nýja matsalnum í Ási fyrir skömmu þegar heimilisfólkið kom þar saman og spilaði bingó.

Sumarhátíð í Ási

Nýlega var haldin sumarhátíð í Ási. Frábær dagur þar sem heimilismenn, aðstandendur og starfsfólk fögnuðu saman sumri og sól… Hjónin Unnur Birna Björnsdóttir og Sigurgeir Skafti Flosason glöddu viðstadda með frábærum tónlistarflutningi og söng. Hoppukastali,ís frá Kjörís, sápukúlur, krikket og kubbur glöddu unga sem aldna.

Það er komið sumar

Það er ljóst að sumarið er komið í Ási og hvert sem litið er gefur á að líta falleg sumarblóm sem heimilis- og starfsmenn hafa hjálpast að við að gróðursetja….

Hænurnar komnar heim

Loksins eru þær komnar heim hænurnar sem dvöldu í góðu yfirlæti í vetur í Ásahreppi. Hænurnar eru búsettar í hænsnahöll á lóðinni í Bæjarási í Ási. Það var tekið vel á móti þeim þegar komið var með þær úr sveitinni

Litrík blómaker í Ási

Fólk lét ekki úrhellisrigninguna í Hveragerði spilla fyrir sér ánægjunni við að velja sér falleg blóm til að setja á tröppurnar hjá sér….

Það er gott að hafa eitthvað fyrir stafni

Útivera og að rótast í mold er fín blanda og heimilisfólkið í Bæjarási naut þess virkilega nú í vikunni þegar það var að pota niður útsæði og koma jarðarberjaplöntum í kassa. Það er nefnilega gott að hafa eitthvað fyrir stafni, sama hvaða aldurskeiði maður er á