Fréttir

Vátryggingaútboð Grundarheimilanna 2024-2026

Grundarheimilin og tengdir aðilar óska eftir tilboðum í vátryggingar fyrir tímabilið 2024-2026 Um er að ræða lög- og samningsbundnar tryggingar auk annarra trygginga (EES útboð nr. 2023-185419.) Útboðsgögn er hægt að fá með því að senda tölvupóst á gudmundurm@consello.is frá og með 24.11..2023 kl 10:00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Grundar, Hringbraut 50, 101 Reykjavík fyrir kl. 13:30, 21.12.2023 og verða þau opnuð þar í viðurvist þeirra bjóðenda sem þar mæta.

Stólaleikfimi í Bæjarási

Það vakti mikla kátínu þegar Christine (Kölluð Tine), sem er nýji sjúkraþjálfarinn okkar hér í Ási, kom í heimsókn á Bæjarás til að vera með stólaleikfimi.

Lék á heimasmíðaða fiðlu

Sigurður Rúnar Jónsson, eða Diddi fiðla eins og hann er kallaður kom í heimsókn í Ás nýlega og spilaði fyrir heimilisfólk á heimasmíðaða fiðlu. Það var Árni Björnsson þjóðháttarfræðingur sem hafði samband við Didda og bað hann að athuga hvort hann kynni að spila á gamla tveggja strengja fiðlu eins og til er á Þjóðminjasafninu. Diddi fór að grúska og lesa sér til og læra á hana. Í framhaldinu ákvað hann að smíða sér eins fiðlu. Frábær heimsókn.

Lífssagan eitt það mikilvægasta sem fylgir heimilismanni

Þegar fólk flytur á Grundarheimilin er lagt uppúr því að lífssaga fylgi viðkomandi. Lífssagan er eitt það mikilvægasta sem starfsfólkið fær í hendur um heimilismenn.

Skáru út grasker fyrir hrekkjavöku

Heimilisfólk og starfsfólk í Ási tók höndum saman og skreytti og skar úr grasker fyrir hrekkjavökuna sem var í gær

Tilkynning frá forstjóra

Um nokkurn tíma hefur rekstur Grundarheimilanna þyngst. Skýringuna má að mestu finna í fækkun heimilisfólks, meðal annars vegna breytinga á húsnæði og vegna þess að rýmin henta síður veikara fólki sem fjölgar ört. Á síðustu árum hefur heimilisfólki í Ási fækkað um 25 og á Grund um 13 (auk tímabundinnar fækkunar vegna framkvæmda). Rekstrarkostnaður ýmissar stoðþjónustu hefur ekki lækkað í sama hlutfalli og þar með geta heimilin ekki staðið undir honum til framtíðar að óbreyttu. Því þarf að ráðast í mjög þungbærar en nauðsynlegar skipulagsbreytingar.

Bingó í Ásbyrgi

Það var boðið upp á bingó í Ásbyrgi nú í byrjun viku. Það hefði mátt heyra saumnál detta svo mikil var einbeitingin og þögnin þegar tölurnar voru lesnar upp. Flestir létu sér nægja tvö spjöld en þeir áhugasömustu fóru létt með þrjú spjöld.

Sumarhátíðin í Ási

Í blíðskaparveðri var Sumarhátíðin í Ási haldin í gær. Heimilisfólk, aðstandendur, starfsfólk og aðrir gestir skemmtu sér konunglega, hlustuðu á fagra tóna frá litskrúðuga stúlknabandinu Tónafljóð, Ingunn bauð upp fallega andlitsmálun og “blaðrarinn” Daníel galdrað í fram flottar fígúrur úr blöðrum. Nokkrir heimilismenn nýttu tækifærið og seldu eigið handverk, t.d. sokka, vettlinga, peysur, málverk og vatnslitamyndir. Eldhúsið sá um veitingarnar sem voru glæsilegar að vanda.

Sumarhátíð í Ási

Verður þú á Blómstrandi dögum um helgina?