Fréttir

Kæru aðstandendur

Það er sannarlega hátíð í bæ, Jóla- og ármótahátið og upphaf bólusetningar en í gær vour heimilismenn í Mörk bólusettir. Eftir þrjár vikur verða þeir allir bólusettir að nýju og viku þar á eftir teljast heimilismenn fullbólusettir.

Kæru aðstandendur

Það er sannarlega hátíð í bæ, Jóla-og áramótahátíð og upphaf bólusetningar en í gær voru heimilismenn á Grund bólusettir með fyrri skammti bóluefnis en sá seinni verður að þremur vikum liðnum. Þ

Bólusetning gengur vel

Bólusetningin gengur vel og það er létt andrúmsloftið á heimilinu. Dregnir eru fram konfektkassar og flestir brosa bara hringinn í dag.

Heimilismenn í Mörk bólusettir í dag

Fólk fékk gæsahúð og jafnvel tárvot augu þegar lögreglan birtist hér í morgun með bóluefni.

Ilmurinn úr eldhúsinu...

Íbúum í íbúðum60+ í Mörk var boðið upp á skötu í hádeginu á Þorláksmessu

Fyrsti heimilismaðurinn sem var bólusettur

Það var bros undir grímum á andlitum starfsfólksins sem var nálægt í morgun þegar heimiliskonan Guðrún Magnúsdóttir hlaut fyrstu bólusetninguna hér á Grund

Stór dagur á Grund

Í morgun hófust bólusetningar hér á Grund og það verður ekki staðar numið fyrr en allir heimilismenn hafa fengið bólusetningu. Síðari bólusetning verður svo að u.þ.b. þremur vikum liðnum. Hátíð í bæ hér á heimilinu og auðvitað var flaggað í tilefni dagsins.

Kæru aðstandendur

Á morgun þriðjudag 29.12 hefjast bólusetningar gegn Covid-19 hjá heimilismönnum á Grund. Gefa á eina sprautu nú og svo aðra eftir u.þ.b. 3 vikur. Það verðar allir bólusettir nema þeir sem hafa sögu um bráðaofnæmi, þeir sem neita bólusetningu og ef fólk er með alvarleg veikindi þá verður bólusetningu frestað þar til heilsufar leyfir. Fyrir hönd viðbragðsteymis Grundarheimilanna Mússa

Kæru aðstandendur

Miðvikudaginn 30.desember hefjast bólusetningar gegn Covid-19 hjá heimilismönnum í Mörk. Gefa á eina sprautu þá og svo aðra eftir um það bil 3 vikur. Allir verða bólusettir nema þeir sem hafa sögu um bráðaofnæmi, þeir sem neita bólusetningu og ef fólk er alvarleg veikt þá verður bólusetningu frestað þar til heilsufar leyfir. Fyrir hönd viðbragðsteymis Grundarheimilanna, Ragnhildur

Skata og hamsar á Grund

Eins og venja er var boðið upp á skötu með hömsum, rófum og kartöflum á Þorláksmessu og það var ekki annað að sjá en heimilisfólkið kynni því vel að fá þennan herramannsmat.