Fréttir

Börnin frá Steinahlíð skreyttu með heimilisfólki

Það voru margar litlar hendur sem aðstoðuðu heimilisfólk við að skreyta jólatréð í matsal Markar í morgun.

Á annað þúsund rjómapönnukökur

Það hefur skapast sú hefð á Grundarheimilunum að bjóða upp á hangikjöt með tilheyrandi meðlæti þann 1. desember og bjóða upp á rjómapönnukökur í eftirmat. Og þá er ekkert annað að gera en að bretta upp ermar eins og þær Rakel og Chutima gerðu og baka á sjö pönnum á annað þúsund pönnukökur. Geri aðrir betur.

Seríur og kransar komnir upp

Í nóvember byrjuðum við í Mörk að undirbúa jólin. Húsvörðurinn setti upp seríu á tréð við húsið í bílastæðaportinu og ræstingin hengdi upp jólakransa með seríum á göngum. Það þarf ekki mikið til að fá hlýleika og birtu þegar dimmt er úti. Nú er desember að ganga í garð og þá munu jólatré vera sett upp og meira jólaskraut.

Vátryggingaútboð Grundarheimilanna 2024-2026

Grundarheimilin og tengdir aðilar óska eftir tilboðum í vátryggingar fyrir tímabilið 2024-2026 Um er að ræða lög- og samningsbundnar tryggingar auk annarra trygginga (EES útboð nr. 2023-185419.) Útboðsgögn er hægt að fá með því að senda tölvupóst á gudmundurm@consello.is frá og með 24.11..2023 kl 10:00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Grundar, Hringbraut 50, 101 Reykjavík fyrir kl. 13:30, 21.12.2023 og verða þau opnuð þar í viðurvist þeirra bjóðenda sem þar mæta.

Notalegar stundir í vinnustofu Markar

Það er alltaf líf og fjör í vinnustofunni okkar á fyrstu hæðinni í Mörk.

Söngur fyrir sálina

Við notum hvert tækifæri sem gefst til að syngja saman

Afmælisterta fyrir alla sem búa með Svönu

Oft koma aðstandendur með kaffimeðlæti fyrir þá 10 eða 11 heimilismenn og starfsfólk sem er þar sem viðkomandi býr.

Lífssagan eitt það mikilvægasta sem fylgir heimilismanni

Þegar fólk flytur á Grundarheimilin er lagt uppúr því að lífssaga fylgi viðkomandi. Lífssagan er eitt það mikilvægasta sem starfsfólkið fær í hendur um heimilismenn.

Markarbandið lék fyrir dansi

Það var fjör á nikkuballi í Mörk

Sjúkraliðanemar í heimsókn

Í dag komu um 45 sjúkraliðanemar frá Fjölbrautarskólanum í Breiðholti að kynna sér starfsemina í Mörk