Mikið á sig lagt til að heilla dómnefndina

Það var svo sannarlega sumarlegur blær yfir Mörk í gær þegar dómnefndin gekk um húsið og gaf svölum hússins stig. Það var öllu tjaldað til og reynt að múta dómnefndinni með ýmsum "trakteringum", púrtvíni, sætindum, ís og konunglegu kaffiboði. Eitt heimilið var meira að segja komið með hænur á svalirnar til að heilla dómnefndina. Dómnefndina skipuðu starfsmennirnir Magnús Ólafsson, Guðrún Birna Gísladóttir og Matas Skibickas en auk þeirra var Ágústa Erla Ólafsdóttir fengin til að skoða svalirnar með augum barnsins og síðan var ákvaðið að fá þekktan fagurkera í málið sem reyndist vera Hjalti Úrsus Árnason kraftajötunn. Nú bíðum við bara spennt að opinbera hér á eftir hvaða svalir hlutu fyrsta, annað og þriðja sætið í samkeppninni.