Kæru heimilismenn og aðstandendur

Nú verðum við að taka höndum saman, sem aldrei fyrr, til þess að verja heimilisfólk og starfsfólk smiti.

Eftirfarandi reglur gilda frá 21.desember:

  1. Hver heimilismaður má fá 2 gesti á dag, saman eða í sitthvoru lagi.Gestir bera grímu á meðan á heimsókn stendur, spritta sig við komu, staldra ekki við í sameiginlegum rýmum heldur fara beint til herbergis heimilismanns.
  2. Ef þörf er á að taka grímu niður hvetjum við fólk til þess að halda 2ja metra fjarlægð.
  3. Við biðjum um að óbólusett börn komi ekki í heimsókn þar sem smit virðast nú algengust meðal þeirra.Sama gildir um aðra óbólusetta einstaklinga.
  4. Heimilismenn mega fara til sinna ættingja um jólin en við biðjum ykkur um að gæta sérstaklega vel að sóttvörnum og fjöldatakmörkunum í slíkum heimsóknum.
  5. Heimilsmönnum er einnig heimilt að fara í bíltúra eða göngutúra með sínum aðstandendum og njóta samveru.

Við biðjum gesti að koma ekki í heimsókn ef þeir:

  • Eru í sóttkví eða smitgát.
  • Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku).
  • Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
  • Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang).
  • Hafa dvalið erlendis undanfarna daga og eru ekki komnir með neikvæða niðurstöðu úr skimun eftir komuna til landsins. Þetta á við um bólusetta gesti, óbólusettir þurfa að gangast undir tvöfalda skimun og sóttkví eins og reglur á landamærum segja til um.

Þrátt fyrir þessar takmarkanir vonum við að ættingjar finni leiðir til þess að eiga notalega samverustund með sínum um hátíðirnar.  Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og þökkum fyrir frábært samstarf á árinu.

Viðbragðsteymi Grundarheimilanna