1400 rjómabollur á Grundarheimilunum

Það var um miðja nótt sem Benedikt Sigurbjörnsson bakari í Ási og hans aðstoðarfólk byrjaði að setja á rjómabollur fyrir bolludag. Alls voru það um 1400 rjómabollur sem voru bornar fram á Grundarheimilunum þetta árið. Að venju var kátína með bakkelsið og bollurnar runnu ljúflega ofan í heimilisfólk Grundar, Markar og Áss, starfsfólkið og íbúa hjá Íbúðum 60+.