Kæru aðstandendur

 
Við viljum skerpa hérna á nokkrum atriðum vegna smita í samfélaginu.
Hjúkrunarheimilið er áfram opið en við hvetjum ykkur til að gæta ítrustu árvekni og hafa sóttvarnaráðstafanir í heiðri.
Ekki er ráðlegt að börn og ungmenni komi í heimsókn á þessum tímapunkti. Undanþágur má gera ef barn/ungmenni er nánasti aðstandandi.
Að öllu jöfnu mæti aðeins tveir gestir í heimsókn til íbúa á hverjum tíma nema að höfðu samráði við starfsfólk deildar.
Gestir fara rakleiðis að herbergi íbúa og aftur að útidyrum að heimsókn lokinni.
Gestir mega ekki staldra við í sameiginlegum rýmum heimilis.
Gestir þvo hendur með sápu og spritta áður en gengið er inn á heimili og einnig við brottför.
Gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir:
a. Eru í sóttkví.
b. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku).
c. Hafa dvalið erlendis undanfarna daga.
d. Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
e. Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang).