Heimilismenn buðu aðstandendum í afmæliskaffi

Alla síðustu viku buðu heimilismenn aðstandendum í afmæliskaffi til að halda upp á aldarafmæli heimilisins. Á mánudag var afmæliskaffi í Mörk, á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag á Grund og á föstudag í Ási.  Það voru dúkuð borð, fánar og blóm og boðið upp á heitt súkkulaði og allskyns meðlæti. Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundarheimilanna flutti ræðu og á Grund tók Grundarkórinn lagið alla dagana þrjá og Sigrún Erla Grétarsdóttir söng nokkur lög við undirleik Kristófers H. Gíslasonar. Heimilismaðurinn Sigmundur Indriði Júlíusson lék einnig á píanó alla dagana þrjá í hátíðarsal Grundar.  Notaleg samverustund heimilismanna með sínu fólki á þessum stóru tímamótum Grundar. 

Ljósmyndir tók Viktoría Sól Birgisdóttir