Hjúkrun

Til að eiga möguleika á hjúkrunarrými á heimilinu þarf að hafa gilt vistunarmat.

Vistunarmat er faglegt einstaklingsbundið mat á þörfum einstaklinga fyrir varanlega hjúkrun og vistun á hjúkrunarheimili. Þegar að því kemur að sækja um vist á hjúkrunarheimili þarf sá eða sú sem í hlut á eða einhver nákominn að fylla út umsókn um vistunarmat.

Hægt er að nálgast allar upplýsingar um hvernig fyrstu skrefin eru þegar sækja á um dvöl á hjúkrunarheimili á Íslandi  á vefslóðinni  http://www.island.is/efri-arin/husnaedi/dvalarumsokn

Hvíldarinnlögn

Í  Mörk eru 10 hvíldarrými á Sjónarhóli, heimili sem er á 5 hæð.  Hvíldarrýmin eru einkum ætluð einstaklingum með minnissjúkdóma.
Markmið með hvíldarinnlögn er tvíþætt, annars vegar hressingardvöl fyrir einstaklinginn og hins vegar að létta tímabundið umönnun af fjölskyldu hans.  Dvalargestum í hvíldarinnlögn er velkomið að nýta sér alla almenna þjónustu Markar og taka þátt í félagsstarfi og viðburðum sem í boði eru fyrir heimilisfólk.
Sigrún Sigurðardóttir er hjúkrunarfræðingur heimilisins, sími: 560-1751, netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  
Ragnhildur Hjartardóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri veitir upplýsingar um hvíldarrýmin, sími:560-1703 netfangThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Heimilislæknar, starfsfólk heimahjúkrunar og forstöðumenn dagþjálfana geta sótt um hvíldarinnlagnir með því að fylla út eyðublað til Færni-og heilsumatsnefnda á vef Landlæknis  http://www.landlaeknir.is/utgefid-efni/skjal/item16512/
Niðurstaða færni- og heilsumats þarf að liggja fyrir áður en hægt er að sækja um hvíldarinnlögn.

 

Velkomin í hvíldarinnlögn í Mörk

Dvalargestum í hvíldarinnlögn er velkomið að nýta sér alla almenna þjónustu Markarinnar svo sem leikfimi, taka þátt í félagsstarfi og viðburðum sem í boði eru fyrir heimilisfólk. 

Mikilvægt er að láta vita af læknisrannsóknum og aðgerðum sem fyrirhugaðar eru meðan á skammtímadvöl stendur eða í kringum það tímabil.

Í hvíldarinnlögn er nauðsynlegt að hafa með sér:

  • Lyfjakort
  • Lyfjarúllu eða lyf.Vinsamlegast hafið með lyfjarúllu eða þau lyf sem þegar hafa verið skömmtuð.  Þetta á einnig við um augndropa og innúðalyf.
  • Þar sem við á – bleiur, stómavörur, blóðsykursvörur, súrefni og aðrar einnota vörur.
  • Innifatnað, inniskó, föt til skiptanna.
  • Útiföt og útiskó.
  • Létt teppi.
  • Snyrtivörur t.d. sjampó, tannkrem, rakakrem, rakvél, raksápu.

Fatnaður/þvottur

Aðstandendur annast þvott á persónulegum fatnaði og eru taukörfur á hverju baðherbergi. Hægt er að þvo á heimilinu í sérstökum tilvikum.  Vinsamlegast merkið fatnað og hjálpartæki með upphafstöfum, til dæmis með fatatússpenna.  Sæng, koddar, rúmföt og handklæði eru til staðar í Mörk.

Hjálpartæki

Vinsamlegast komið með göngugrindur, hjólastóla og önnur hjálpartæki sem þið eruð vön að nota.

Peningar og verðmætieru á ábyrgð aðstandenda.

Reykingareru ekki leyfðar inni á heimilinu, en hægt er að fara út á svalir.

Heimsóknargestir eru velkomnir allan daginn.  Húsið er læst frá kl.20:00 til kl.8:00 og er þá hægt að hringja dyrabjöllu í anddyri hjúkrunarheimilisins.