Guðjón Petersen hefur tekið saman nokkrar gönguleiðir hér um nágrennið í Mörk og gaf hjúkrunarheimilinu góðfúslegt leyfi til að birta þær hér á heimasíðunni. Við hvetjum aðstandendur til að fara með fólkinu sínu í einhverjar af þessum gönguferðum og bendum á að ef heimilisfólk á erfitt með gang er hægt að fá lánaðan hjólastól á heimilinu.