Það skapast ávallt góð stemmning á dansleikjunum sem reglulega eru haldnir í Mörk. Hið vinsæla Markarband leikur fyrir dansi og starfsfólk sjúkraþjálfunar og iðjuþjálfunar passar upp á að allir fái hreyfingu við hæfi. 

Joanna sjúkraþjálfari, Anna Bergmann sem býr á 2. hæð Markar og Helgi aðstoðarmaður í sjúkraþjálfuninni.