Theodór Jóhannesson sem býr á heimilinu Hugheimum í Mörk fagnaði 104 ára afmæli sínu í gær. Aðstandendur hans komu færandi hendi með veitingar og gjafir og dagurinn var hinn ánægjulegasti í alla staði. Til hamingju kæri Theodór. Ekki margir sem ná þessum áfanga, að fagna 104 ára afmæli sínu.