Það eru 65 ár síðan þessar konur kynntust  í Húsmæðraskólanum við Sólvallagötu, veturinn 1952-1953. María Eggertsdóttir, heimiliskona í Mörk, er í þessum skemmtilega saumaklúbb og hélt boð fyrir vinkonurnar um daginn á fyrstu hæðinni í Mörk  Dóttir Maríu, Halldóra Ingólfsdóttir, sá um veitingarnar að þessu sinni.