Í gær var réttardagur í Mörk  og mikið húllumhæ. Leikskóla börnin úr Steinahlíð gæddu sér á grjónagraut í hádeginu og voru forvitin þegar Gísli Páll Pálsson, forstjóri í Mörk, kom á fjórhjólinu inn um dyrnar, klæddur eins og smali og vel skeggjaður en hann er nýkominn úr smalamennsku af fjöllum. Þá var bðið upp á slátur í hádeginu og einhverjir skoluðu herlegheitunum niður með brennivínsstaupi og pilsner. Eftir að Gísli Páll hafði sagt frá smalamennskunni sýndi hann stuttmyndina Réttir eftir Mattia Reiniger og Tom Bolwell en þar er Gísli Páll í aðalhlutverki. Að lokum var dansað í salnum á 1. hæð en Markarbandið kom og lék fyrir dansi. 

Gísli mætti með búnaðinn sem tekur með sér á fjöll
Margir komu og horfðu á stuttmyndina þar sem Gísli Páll er í aðalhlutverki.