Á morgun, þriðjudaginn 12. september, höldum við Réttardag Markar. Börn frá leikskólanum Steinahlíð koma í heimsókn  í matsalinn á 1. hæð og syngja fyrir okkur upp úr kl. 10.00 og borða síðan með okkur. Forstjórinn og smalinn, Gísli Páll Pálsson, kemur  beint úr smalaferð og mætir með skítugt fjórhjólið, smalafötin og allar græjurnar og segir okkur frá smöluninni í hádeginu. Markarball verður síðan haldið klukkan 13.15.