Það er svo skrítið en mér finnst alltaf vera sól hérna hjá okkur sagði heimiliskona um daginn þegar hún sat á bekk í garðinum og lét sólina skína á sig. En við erum líka dugleg að drífa okkur út ef veður leyfir, svalirnar breytast í kaffihús og iðjuþjálfunin og sjúkraþjálfunin færa sig út á stétt ef veðrið leikur við okkur. Þessi mynd er einmitt tekin í sumar þegar iðjuþjálfunin var utandyra.