Fiskidagurinn litli var haldinn í Mörk í blíðviðri fyrir skömmu með aðstoð frá aðstandendum Fiskidagsins mikla á Dalvík sem sendu  efni í fiskisúpu og borgara ásamt blöðrum og fánum til að halda partí,“ segir Gísli Páll Pálsson, forstjóri Markar um þennaan stórskemmtilega viðburð sem er orðinn einn af föstu liðunum í ágúst. Heimilismenn,  starfsfólk og íbúar í þjónustuíbúðum Markarinnar sem og vinir og ættingjar  mæta á Fiskidaginn litla, sem var núna haldinn í þriðja sinn í Mörk. 

Um veisluna sáu Thelma Hafþórsdóttir Byrd iðjuþjálfi, Þorvaldur S. Þorvaldsson og Hans G. Häsler, veitingamenn á Hjúkrunarheimilinu Mörk, en þeim innan handar var líka  Friðrik Valur Karlsson, sem áður rak veitingastaðinn Friðrik V. ásamt eiginkonu sinni. Friðrik er yfirkokkur á Fiskideginum mikla á Dalvík. Hann segir að fiskborgararnir og „filsurnar“, sem eru pylsur úr fiski, séu eftir hans uppskrift og eingöngu framleidd fyrir þessa viðburði, enda verði hráefnið að vera splunkunýtt og ferskt. KK kom og spilaði fyrir viðstadda.