Fornbílaklúbburinn kemur í Mörkina laugardaginn 22. júlí klukkan 14:00 og sýnir bílana sína. Sýningin er opin öllum og gaman væri að sjá sem flesta heimilismenn og aðstandendur koma og njóta dagsins. Hægt verður að kaupa nýbakaðar vöfflur með sultu og rjóma, ásamt rjúkandi kaffibolla á 500 krónur. Hlökkum til að sjá ykkur.